Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. febrúar 2021 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Keflavík skoraði átta - Öruggt hjá Fylki
Keflavík skoraði átta mörk gegn Selfossi.
Keflavík skoraði átta mörk gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá eru allir leikir dagsins búnir í Lengjubikar kvenna á þessum laugardegi.

Keflavík og Fylkir unnu örugga sigra í tveimur síðustu leikjum dagsins í keppninni.

Keflavík, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deildinni í sumar, burstaði Selfoss, sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar síðasta sumar. Keflavík skoraði átta mörk gegn tveimur en þrjú af mörkunum voru skráð sem sjálfsmörk.

Þá vann Fylkir þægilegan sigur á FH, sem féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Lokatölur í Árbænum voru 4-0 fyrir Fylki.

Riðill 1
Keflavík 8 - 2 Selfoss
1-0 Eva Lind Daníelsdóttir ('13)
2-0 Eva Lind Daníelsdóttir ('29)
3-0 Marín Rún Guðmundsdóttir ('30)
3-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('41)
4-1 Dröfn Einarsdóttir ('42)
5-1 Sjálfsmark ('44)
6-1 Sjálfsmark ('45)
7-1 Natasha Moraa Anasi ('53)
7-2 Þóra Jónsdóttir ('54)
8-2 Sjálfsmark ('76)

Riðill 2
Fylkir 4 - 0 FH
1-0 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('6)
2-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
3-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('73)
4-0 Katla María Þórðardóttir ('75)

Önnur úrslit í dag:
Lengjubikar kvenna: Agla með þrennu í stórsigri Blika
Athugasemdir
banner
banner