Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. febrúar 2021 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Agla með þrennu í stórsigri Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 7 - 0 Stjarnan
1-0 Agla María Albertsdóttir ('6)
2-0 Karitas Tómasdóttir ('20)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('27)
4-0 Karitas Tómasdóttir ('34)
5-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('44)
6-0 Agla María Albertsdóttir ('64)
7-0 Birta Georgsdóttir ('73)

Íslandsmeistarar Breiðabliks áttu ekki í vandræðum með Stjörnuna í opnunarleiknum í Lengjubikar kvenna þetta árið.

Agla María Albertsdóttir kom Breiðablik yfir strax á sjöttu mínútu og skoraði hún aftur fyrir leikhlé. Karitas Tómasdóttir, sem var fengin frá Selfossi, og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem var fengin á dögunum frá KR, voru einnig á skotskónum fyrir Blika í fyrri hálfleik. Karitas skoraði tvö eins og Agla María.

Agla María fullkomnaði þrennu sína í seinni hálfleik og Birta Georgsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, gerði svo sjöunda markið áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 7-0 fyrir Breiðablik og góður dagur fyrir Kópavogsliðið sem var að spila sinn fyrsta mótsleik undir stjórn Vilhjálms Kára Haraldssonar. Hann tók við liðinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók við íslenska landsliðinu. Þá voru þrír nýir leikmenn liðsins á skotskónum; Birta, Karitas og Þórdís. Stjarnan hefur verk að vinna en það er auðvitað enn langt í Íslandsmótið.
Athugasemdir
banner
banner