„Ég er enn að reyna láta þetta sinka inn hjá mér," sagði Helgi Guðjónsson í viðtali við Fótbolta.net eftir sögulegan sigur Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
„Þetta er einn stærsti sigur hjá Íslensku liði í sögunni. Maður mun seint gleyma þessu og klúbburinn líka."
Helgi var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að komast yfir í einvíginu.
„Það var ólýsanlegt. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, Davíð kemur og smellir honum inn, þetta var rosalegt," sagði Helgi.
Leikmenn Panathinaikos gerðu ekki ráð fyrir að lenda í þessum vandræðum gegn Víkingum.
„Ég held að þeir hafi ekki verið hrifnir af þessu og veðrinu líka. Sérstaklega eftir að hafa lent undir, það hefur farið helvíti mikið í taugarnar á þeim, svo fá þeir annað í grillið og þá verða þeir ennþá pirraðari. Það var skellur að fá á okkur eitt í lokin en við höfðum alltaf tekið þessu fyrirfram," sagði Helgi.
„Ég get ekki bent á einn leikmann sem var ekki góður í dag eða lagði sig ekki 100% fram. Þetta var gjörsamlega mögnuð liðsframmistaða."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir