Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 13. febrúar 2025 20:18
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Helgi í baráttunni í kvöld
Helgi í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
„Ég er enn að reyna láta þetta sinka inn hjá mér," sagði Helgi Guðjónsson í viðtali við Fótbolta.net eftir sögulegan sigur Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Þetta er einn stærsti sigur hjá Íslensku liði í sögunni. Maður mun seint gleyma þessu og klúbburinn líka."

Helgi var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að komast yfir í einvíginu.

„Það var ólýsanlegt. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, Davíð kemur og smellir honum inn, þetta var rosalegt," sagði Helgi.

Leikmenn Panathinaikos gerðu ekki ráð fyrir að lenda í þessum vandræðum gegn Víkingum.

„Ég held að þeir hafi ekki verið hrifnir af þessu og veðrinu líka. Sérstaklega eftir að hafa lent undir, það hefur farið helvíti mikið í taugarnar á þeim, svo fá þeir annað í grillið og þá verða þeir ennþá pirraðari. Það var skellur að fá á okkur eitt í lokin en við höfðum alltaf tekið þessu fyrirfram," sagði Helgi.

„Ég get ekki bent á einn leikmann sem var ekki góður í dag eða lagði sig ekki 100% fram. Þetta var gjörsamlega mögnuð liðsframmistaða."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner