Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 13. febrúar 2025 20:18
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Helgi í baráttunni í kvöld
Helgi í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
„Ég er enn að reyna láta þetta sinka inn hjá mér," sagði Helgi Guðjónsson í viðtali við Fótbolta.net eftir sögulegan sigur Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Þetta er einn stærsti sigur hjá Íslensku liði í sögunni. Maður mun seint gleyma þessu og klúbburinn líka."

Helgi var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að komast yfir í einvíginu.

„Það var ólýsanlegt. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, Davíð kemur og smellir honum inn, þetta var rosalegt," sagði Helgi.

Leikmenn Panathinaikos gerðu ekki ráð fyrir að lenda í þessum vandræðum gegn Víkingum.

„Ég held að þeir hafi ekki verið hrifnir af þessu og veðrinu líka. Sérstaklega eftir að hafa lent undir, það hefur farið helvíti mikið í taugarnar á þeim, svo fá þeir annað í grillið og þá verða þeir ennþá pirraðari. Það var skellur að fá á okkur eitt í lokin en við höfðum alltaf tekið þessu fyrirfram," sagði Helgi.

„Ég get ekki bent á einn leikmann sem var ekki góður í dag eða lagði sig ekki 100% fram. Þetta var gjörsamlega mögnuð liðsframmistaða."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner