Hinn mjög svo fjölhæfi Kolbeinn Þórðarson hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Gautaborg til ársins 2028.
„Ég er nákvæmlega þar sem ég á að vera og ég hlakka til að vera hluti af Gautaborg næstu árin," segir Kolbeinn.
„Ég er nákvæmlega þar sem ég á að vera og ég hlakka til að vera hluti af Gautaborg næstu árin," segir Kolbeinn.
Kolbeinn hefur leikið með sænska félaginu frá sumrinu 2023. Hann hefur alls spilað 47 leiki fyrir félagið og skorað í þeim fimm mörk.
„Við sjáum Kolbein sem framtíðarkölthetju hjá Gautaborg. Hann er með leiðtogahæfileika og er sterkur karakter í hópnum," segir Hannes Stiller, yfirmaður fótboltamála hjá Gautaborg, um Kolbein en félagið hefur mikla trú á leikmanninum.
Kolbeinn er 23 ára gamall og lék með Lommel í Belgíu áður en hann fór til Gautaborgar.
Athugasemdir