Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   fim 13. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Sverrir og Andri í eldlínunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Það eru átta leikir á dagskrá í Sambansdeild Evrópu í dag og í kvöld þar sem íslenska stórveldið Víkingur R. kemur meðal annars við sögu í sögulegum slag gegn Panathinaikos, sem fer þó fram í Finnlandi.

Á sama tíma á Molde heimaleik við Shamrock Rovers og síðar um kvöldið tekur FC Kaupmannahöfn á móti Heidenheim úr þýska boltanum. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður hjá FCK.

Spænska félagið Real Betis heimsækir að lokum Gent til Belgíu í spennandi slag sem ríkir eftirvænting fyrir. Andri Lucas Guðjohnsen gæti komið við sögu í liði Gent en hann er búinn að skora tvö mörk í síðustu sex leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu í fremstu víglínu.

Leikir dagsins
17:45 NK Celje - APOEL
17:45 Backa Topola - Jagiellonia
17:45 Vikingur R. - Panathinaikos
17:45 Molde - Shamrock
20:00 Gent - Real Betis
20:00 FC Kobenhavn - Heidenheim
20:00 Omonia - Pafos FC
20:00 Borac BL - Olimpija Ljubljana
Athugasemdir
banner
banner