Sami Kamel hefur yfirgefið Keflavík og er genginn í raðir Brattvåg í Noregi á nýjan leik. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fór Keflavík ekki í samningsviðræður við Kamel eftir síðasta tímabil þegar samningur hans rann út.
Sami Kamel er 31 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til Kelfavíkur fyrir tímabilið 2023. Hann skoraði sex mörk í 17 deildarleikjum 2023 þegar Keflavík féll úr Bestu deildinni.
Á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 19 leikjum með Keflavík í Lengjudeildinni og fjögur mörk í þremur bikarleikjum, mörkin komu gegn verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í 32-liða úrslitum og ÍA í 16-liða úrslitum.
Sami Kamel er 31 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til Kelfavíkur fyrir tímabilið 2023. Hann skoraði sex mörk í 17 deildarleikjum 2023 þegar Keflavík féll úr Bestu deildinni.
Á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 19 leikjum með Keflavík í Lengjudeildinni og fjögur mörk í þremur bikarleikjum, mörkin komu gegn verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í 32-liða úrslitum og ÍA í 16-liða úrslitum.
Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Kamel og komu í veg fyrir að hann spilaði meira, þegar hann var upp á sitt besta sýndi hann mikil gæði.
Á ferlinum hefur hann leikið með Naestved, Hellerup og HB Köge í heimalandinu og svo Hönefoss og Brattvåg í Noregi. Brattvåg er í þriðju efstu deild Noregs.
Athugasemdir