Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 13. mars 2015 23:50
Elvar Geir Magnússon
Kristján Gauti skoraði: Hefur verið erfiðasti tími ferilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Gauti Emilsson skoraði fyrir NEC Nijmegen í 2-0 sigri liðsins gegn Telstar í hollensku B-deildinni. Hann kom inn sem varamaður á 67. mínútu og skoraði annað markið í lokin.

NEC er langefst í hollensku deildinni, með 77 stig, 18 stiga forskot.

Leikurinn í kvöld var aðeins sjöundi leikur Kristjáns með NEC en hann hefur verið að ganga í gegnum erfið meiðsli. Síðasti leikur hans var 19. október í fyrra.

„Það var afar góð tilfinning að snúa aftur út á völlinn. Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir fyrir mig. Þetta var líklega erfiðasti tíminn á ferli mínum. En nú er ég kominn aftur, líkaminn er í góðu standi og ég finn ekki neina verki," sagði Kristján eftir leikinn.

„Andlega var þetta erfiðast. Nú hlakka ég bara til að taka þátt í lokaspretti tímabilsins. Það er alltaf gott að skora en nú þarf ég að einbetia mér að komast í mitt besta form."

„Mikilvægasta markmið tímabilsins er að verða meistari með liðinu en ég á margt ósannað eftir meiðslin. Ég er spenntur fyrir lokasprettinum," sagði Kristján en viðtalið má sjá á ensku hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner