Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 13. mars 2020 16:32
Elvar Geir Magnússon
Ætla að breyta Meistaradeildinni í eins leiks einvígi
Mynd: Getty Images
UEFA gæti breytt fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar í þá átt að 8-liða úrslitin og undanúrslitin verði bara leikin í eins leiks einvígi en ekki heima og að heiman þetta tímabilið.

Þetta yrði til að auðvelda að klára keppnina þrátt fyrir heimsfaraldurinn en á þriðjudag fundar UEFA um framhaldið.

Leikirnir eru þá leiknir á hlutlausum völlum eða kastað upp á hvort liðið fær heimaleik.

Leikjum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni hefur verið frestað og reiknað er með að keppnunum verði báðum frestað í heild í næstu viku.

UEFA er ákveðið í að reyna að klára báðar keppnirnar og enn er stefnt að því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði 30. maí í Istanbúl og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í Gdansk þremur dögum áður.

Á þriðjudag verður myndbandsráðstefna í gegnum netið þar sem fulltrúar allra 55 aðildarþjóða UEFA verða með.
Athugasemdir
banner
banner
banner