Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. mars 2020 11:54
Elvar Geir Magnússon
Ef ástandið dregst verður það martröð fyrir Liverpool og Leeds
Mynd: Getty Images
Dan Roan, íþróttafréttamaður á BBC, hefur verið í fararbroddi í umfjöllun um frestunina á ensku úrvalsdeildinni.

Henn segir að enska úrvalsdeildin sé ákveðin í því að gera allt sem hægt er til að tímabilið verði klárað.

Enska boltanum hefur verið frestað til 4. apríl en talið er að frestunin muni verða framlengd.

„Vandamálið er að faraldurinn mun líklega ná hámarki í maí og júní svo ef frestunin verður framlengd aftur og aftur þá gætu félög farið að þrýsta á að tímabilið verði fellt niður," segir Roan.

„Það yrði martröð fyrir félög eins og Liverpool og Leeds sem eru bæði á barmi þess að ná langþráðum árangri."

Liverpool var hársbreidd frá því að tryggja sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 1990 og Leeds á góðri leið með að snúa aftur upp í deild þeirra bestu þegar faraldurinn braust út.
Athugasemdir
banner
banner
banner