Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   fim 13. mars 2025 00:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög nákvæm tækni sýndi að vítaspyrna Alvarez var ólögleg
Mynd: EPA
Atletico Madrid er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Real Madrid í ótrúlegri vítaspyrnukeppni.

Kylian Mbappe og Alexander Sörloth skoruðu úr fyrstu spyrnum liðanna. Jude Bellingham kom Real Madrid í 2-1 áður en Julian Alvarez steig á punktinn.

Hann varð fyrir því óláni að renna en hann skoraði úr spyrnunni. Markið var hins vegar dæmt ógilt þar sem VAR taldi hannhann hafa snert boltann með báðum fótum, það er hins vegar erfitt að sjá það með berum augum.

Christina Unkel, sérfræðingur í reglum FIFA, sagði frá því í útsendingu CBS Sports að VAR er með tækni þar sem þeir sjá hvar boltinn er snertur.

„VAR er ekki bara að horfa á venjulegt myndband heldur er myndavél á boltanum í sjálfu sér, sem gefur VAR getu til að vera hnitmiðaðri og beinskeyttari og vita hvenær boltinn var í raun og veru snertur," sagði Unkel.

Julián Alvarez disallowed penalty frame by frame
byu/AlmostNL insoccer

Athugasemdir
banner