Eden Hazard og Lucas Vazquez verða ekki með Real Madrid gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun en spænska félagið tilkynnti hópinn í gær.
Hazard hefur verið að glíma við meiðsli en hann var ekki með Madrídingum gegn Barcelona í El Clasico um helgina.
Vazquez, sem byrjaði fyrri leikinn gegn Liverpool, meiddist gegn Börsungum og verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili.
Þá er Raphael Varane með kórónaveiruna og ekki klár í leikinn en ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir Madrídarliðið.
Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Alfredo Di Stefano-vellinum í Madríd en þá var liðið einnig án Hazard og Varane.
Athugasemdir