Stefnt er á að keppni í Pepsi Max-deildinni hefjist í kringum mánaðarmótin eftir að nýjar sóttvarnarreglur voru tilkynntar í dag. Reglurnar taka gildi á fimmtudag.
Keppni hefur legið niðri síðan 24. mars en liðin í Pepsi Max-deildinni fá nú rúmlega tvær vikur til að undirbúa sig fyrir mótið. Upphaflega var áætlað að fyrsta umferðin myndi fara fram fyrir þarnæstu helgi en ljóst er að það frestast.
Keppni hefur legið niðri síðan 24. mars en liðin í Pepsi Max-deildinni fá nú rúmlega tvær vikur til að undirbúa sig fyrir mótið. Upphaflega var áætlað að fyrsta umferðin myndi fara fram fyrir þarnæstu helgi en ljóst er að það frestast.
„Við erum að horfa til þess með þessum nýju tilslökunum að þetta verði í byrjun maí eða upp úr mánaðarmótum. Það er verið að fara yfir þetta og þetta verður tilkynnt mjög fljótlega," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ við Fóbolta.net í dag.
Fyrsta umferðin í Mjólkurbikar karla átti að fara fram um síðustu helgi en óvíst er hvenær hún verður.
„Við erum að fara yfir þetta, flýta okkur hægt og vanda til verka. Við tilkynnum þetta við fyrsta tækifæri," sagði Guðni.
Guðni segir einnig til skoðunar hvort keppni í Lengjubikar verði kláruð og hvort keppt verði í Meistarakeppni KSÍ
Athugasemdir