29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 13. apríl 2025 22:22
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann magnaðan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni í kvöld. Liðið skoraði fjögur mörk á skömmum kafla eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Við vorum aggressífari í seinni hálfleik og komum boltanum miklu oftar í teiginn með fyrirgjöfum. Úr því varð eitthvað klafs og við áttum tvö skot úr teignum beint á Anton í markinu áður en við skorum þessi fjögur mörk á skömmum tíma," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.

„Þegar við náum inn fyrsta markinu þá hræðast þeir. Gaui Þórðar sagði alltaf í gamla daga að þriðja markið í leikjum skipti öllu máli. Þegar við skoruðum 2-1 þá fengum við byr undir báða vængi, héldum áfram og höfðum trú. Þegar við jöfnuðum héldum við bara áfram og ætluðum að vinna leikinn."

Fyrir leikinn voru menn að tala um hvaðan mörkin ættu að koma hjá Fram og viðurkennir Rúnar í viðtalinu að það hafi verið rætt innan félagsins um að bæta við sóknarmanni.
Athugasemdir
banner