Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   sun 13. apríl 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi nær ekki titlinum - Hlynur spilaði í fyrsta sigri Brommapojkarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem lagði PAOK í grísku deildinni í kvöld.

Þrjár umferðir eru eftir og titilbaráttan er ráðin. Olympiakos varð meistari eftir sigur á AEK. Olympiakos er tíu stigum á eftir Panathinaikos.

Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliði Brommapojkarna þegar liðið lagði Sirius í 3. umferð sænsku deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. GAIS lagði Degerfors 2-0 en Róbert Frosti Þorkelsson var ekki í liði GAIS. GAIS er með 4 stig en Brommmapojkarna þrjú.

Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði 83 mínútur þegar Willem II tapaði 2-1 gegn toppliði Ajax í hollensku deildinni. Willem II er sjö stigum frá öruggu sæti þegar 15 stig eru eftir í pottinum. Helgí Fróði Ingason spilaði fyrri hálfleikinn þegar Helmond tapaði 4-1 gegn Venlo í næst efstu deild. Helmond er í 12. sæti með 45 stig eftir 34 umferðir.

Guðmundur Þórarinsson var ekki með Noah þegar liðið vann 5-1 gegn BKMA í Armeníu. Noah er með 13 stiga forystu á toppnum þegar 21 stig er eftir í pottinum. Lech Poznan lagði Motor Lublin í pólsku deildinni 2-1. Poznan er í 2. sæti þremur stigum frá toppnum eftir 28 umferðir. Gísli Gottskálk Þórðarson er leikmaður liðsins en hann er á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner