Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 13. maí 2019 23:42
Arnór Heiðar Benónýsson
Alfreð: Ætlum að gera betur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni með góðum 0-1 sigri á HK/Víkingi. Kærkomin stig fyrir Selfyssinga sem ætla sér að koma fólki á óvart í sumar.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Selfoss

Liðunum tveimur er spáð svipuðu gengi í sumar og var því til mikils að vinna í dag en Alfreð segir sitt lið stefna hærra en því sem spáð var.

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, sem er 5. sæti eða ofar, það er ekkert flóknara en það.“

Leikurinn var spilaður á háu tempói og vannst undir lokin.

„Það kom okkur á óvart hvað HK/Víkingur byrjaði á háu tempói, við sögðum fyrir leikinn að við ætluð að taka þetta á tempóinu og við gerðum það, þær voru alveg sprungnar.“

Barbára Sól Gísladóttir var valin maður leiksins en hún byrjaði leikinn í hægri bakverði en stóð sig svo frábærlega eftir að hafa verið færð upp á hægri kantinn.

„Barbára hefur verið að spila sem bakvörður hjá mér, en sem kantmaður í fyrra. Bergrós var bara að koma inn í þetta og er einn besti varnarbakvörður á landinu þannig að það er fínt að hafa Barbáru þar fyrir framan sig“

Leikurinn var mjög jafn framan ef en þetta hafðist undir lokin.

„Það er ekkert tekið af HK, það er erfitt að spila á móti þeim og það er alltaf gaman að kljást við þær. Þetta hefði getað farið í báðar áttir í fyrri hálfleik, en vorum betri í þeim seinni.“
Athugasemdir
banner
banner