Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 13. maí 2019 23:42
Arnór Heiðar Benónýsson
Alfreð: Ætlum að gera betur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni með góðum 0-1 sigri á HK/Víkingi. Kærkomin stig fyrir Selfyssinga sem ætla sér að koma fólki á óvart í sumar.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Selfoss

Liðunum tveimur er spáð svipuðu gengi í sumar og var því til mikils að vinna í dag en Alfreð segir sitt lið stefna hærra en því sem spáð var.

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, sem er 5. sæti eða ofar, það er ekkert flóknara en það.“

Leikurinn var spilaður á háu tempói og vannst undir lokin.

„Það kom okkur á óvart hvað HK/Víkingur byrjaði á háu tempói, við sögðum fyrir leikinn að við ætluð að taka þetta á tempóinu og við gerðum það, þær voru alveg sprungnar.“

Barbára Sól Gísladóttir var valin maður leiksins en hún byrjaði leikinn í hægri bakverði en stóð sig svo frábærlega eftir að hafa verið færð upp á hægri kantinn.

„Barbára hefur verið að spila sem bakvörður hjá mér, en sem kantmaður í fyrra. Bergrós var bara að koma inn í þetta og er einn besti varnarbakvörður á landinu þannig að það er fínt að hafa Barbáru þar fyrir framan sig“

Leikurinn var mjög jafn framan ef en þetta hafðist undir lokin.

„Það er ekkert tekið af HK, það er erfitt að spila á móti þeim og það er alltaf gaman að kljást við þær. Þetta hefði getað farið í báðar áttir í fyrri hálfleik, en vorum betri í þeim seinni.“
Athugasemdir
banner
banner