Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 13. maí 2022 21:40
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Þetta var gull af sendingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli í Safamýri í kvöld þar sem Kórdrengir voru mun betri í fyrri hálfleik en leikur Fylkis batnaði mikið eftir hlé og jafntefli niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Fylkir

„Þetta var leikur tveggja hálfleika. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleiknum. Heilt yfir er ég ekkert gríðarlega sáttur við jafntefli, ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir leikinn.

Fylkismenn jöfnuðu eftir markmannsmistök.

„Ég stend hinumegin á vellinum og sá þetta ekki. Ég verð að skoða þetta," sagði Davíð.

Spánverjinn Iosu Villar sem kom til Kórdrengja fyrir tímabilið átti mjög góðan leik á miðjunni en stoðsending hans í marki Kórdrengja var frábær.

„Þetta var gull af sendingu. Hann þarf að venjast íslenskum fótbolta aftur og hefur þurft tvo til þrjá leiki til að finna sig. Hann steig upp í dag, mér fannst hann frábær og sérstaklega í fyrri hálfleik. Sendingin er eitthvað sem sést ekki í þessari deild."

Daði Bergsson meiddist í Boganum í fyrstu umferð, hvernig er staðan á honum?

„Mjög jákvæðar fréttir í dag. Þetta er smá trosnun og beinmar, en hvað það er í tíma veit ég ekki," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
banner