Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 13. maí 2022 10:30
Brynjar Ingi Erluson
„De Bruyne ekki á lista yfir þrjá bestu leikmenn tímabilsins"
Kevin de Bruyne
Kevin de Bruyne
Mynd: Getty Images
James Cundy, fyrrum leikmaður Chelsea og sparkspekingur á talkSPORT, segir að Sadio Mané og Mohamed Salah leiði kapphlaupið um verðlaunin sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Salah er bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í deildinni á þessari leiktíð en hann hefur skorað 22 mörk og lagt upp 13. Liðsfélagi hans, Mané, hefur á meðan skorað 15 mörk og lagt upp 4.

Hann telur að þeir tveir eigi eftir að berjast um verðlaunin sem besti leikmaður deildarinnar í ár og segir að Kevin de Bruyne sé ekki á meðal þriggja efstu.

„Mér finnst Kevin De Bruyne aðeins hafa gefið eftir síðustu sex mánuði. Ef þú horfir á De Bruyne fyrir tveimur árum, það var allra besta útgáfan af honum. Hann er svona aðeins að finna þann takt aftur og séstaklega eftir leikinn á miðvikudag, en við eigum eftir að sjá meira frá honum," sagði Cundy.

„De Bruyne á klárlega að vera í samtalinu um leikmann ársins í úrvalsdeildinni en ég held að hann sé ekki meðal þriggja efstu. Salah er þar og Mané, en er De Bruyne þar? Er hann í topp þremur? Hann hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið," sagði hann ennfremur.

De Bruyne skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri City á Wolves á miðvikudag. Hann er með 15 mörk í deildinni og 7 stoðsendingar og hefur átt stóran þátt í velgengni City á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner