Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. maí 2022 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Er ÍR lang næstbesta lið 2. deildar? - „Æi plís"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR var til umræðu í nýjasta þættinum af Ástríðunni sem fjallar um 2. og 3. deild karla. ÍR vann Hött/Huginn 3-0 í fyrstu umferð deildarinnar. Þeir Gylfi Tryggvason, Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason fóru yfir það helsta í 1. umferð deildanna.

„Auðvelt og þægilegt [gegn Hetti/Hugin], ÍR er með lang næstbesta liðið í þessari deild," sagði Sverrir.

„Rólegur. Ég ætla ekki að tala ÍR niður, frábært lið," sagði Óskar Smári. Sverrir óskaði eftir því að Óskar kæmi með annað lið í umræðuna og hann varð við þeirri beiðni: „Þið farið að grenja úr hlátri þegar ég segi að Haukar geta veitt þeim samkeppni. Haukarnir eru með hörkulið. Magni og Ægir geta líka verið í samtalinu."

„Það er rétt hjá þér ég grenja úr hlátri þegar þú segir Haukar. Já, Magni og Ægir... ég hélt að Höttur/Huginn væri nær en töpuðu 3-0. Breiddin hjá ÍR er bull(mikil),"
sagði Gylfi sem var sammála Sverri.

„Æi plís, í guðanna bænum Óskar Smári," sagði Sverrir.

„Ég er ekki alveg þar að þeir séu lang næstbesta lið deildarinnar en ég er alveg sammála því að þeir fari upp. Það er vera ógeðslega flotta hluti í Breiðholtinu. Þeir eru með ógeðslega gott lið og mikla breidd. Ég er bara ekki sammála því að lang næstbesta liðið," sagði Óskar.

„Þú ert búinn að staðfesta með þínum orðum allt sem gerir ÍR að lang næstbesta liðinu," sagði Sverrir sem er ekki sammála því að Haukar geti verið nálægt toppnum.

Umræðuna um ÍR má nálgast eftir rúmlega 28 mínútur í spilaranum hér að neðan. Strákarnir vilja meina að Njarðvík sé besta lið deildarinnar.
Ástríðan - Eiríkur hafði svo bara tíma! Eru Haukar langnæstbesta lið deildarinnar?
Athugasemdir
banner
banner
banner