Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 13. júní 2019 22:42
Þórhallur Valur Benónýsson
Óskar Hrafn: Stefnan ekki sett upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir nauman sigur gegn Fram í kvöld. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af strákunum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka úr holunni sem við grófum okkur ofan í og við sóttum einhvern kraft. Það er þó ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður, við gerðum það sama á móti Þrótti en á móti frábæru liði Fram þá var þetta hrikalega vel gert hjá þeim"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Gróttumenn virtust leggja upp með að spila stutt úr vörninni en það misheppnaðist af og til með tilheyrandi hættu af hálfu Framara. Meðal annars þá kom annað mark Fram eftir misheppnað spil í öftustu línu.

„Við viljum helst spila stutt og að fá á sig annað mark er auðvitað fylgifiskur þess og ég tek það bara á kassann. Við viljum að markmaðurinn okkar spili út og þá er óumflýjanlegt að menn geri mistök endrum og eins. Í dag skipti þetta ekki í máli og svo er þetta bara eitt fótboltamark."

Grótta fer upp að hlið Fram í efri helming töflunnar með þessum sigri en Óskar segir stefnuna ekki setta upp í PepsiMax-deildina.

„Stefnan hefur ekki verið sett upp og er alls ekki endilega að fara upp í sjálfu sér. Stefnan er bara að láta þetta unga lið vaxa sem einstaklingar og fótboltamenn og að þeir þroskist saman sem lið. Að vinna leiki eins og í dag gefur svona ungu liði mikið. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að þetta Fram lið er hrikalega gott og komu okkur í vandræði sem fá lið hafa gert hingað til. Þannig að við horfum á þetta stærra en bara að fara upp."
Athugasemdir
banner
banner
banner