Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 13. júní 2019 22:42
Þórhallur Valur Benónýsson
Óskar Hrafn: Stefnan ekki sett upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir nauman sigur gegn Fram í kvöld. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af strákunum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka úr holunni sem við grófum okkur ofan í og við sóttum einhvern kraft. Það er þó ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður, við gerðum það sama á móti Þrótti en á móti frábæru liði Fram þá var þetta hrikalega vel gert hjá þeim"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Gróttumenn virtust leggja upp með að spila stutt úr vörninni en það misheppnaðist af og til með tilheyrandi hættu af hálfu Framara. Meðal annars þá kom annað mark Fram eftir misheppnað spil í öftustu línu.

„Við viljum helst spila stutt og að fá á sig annað mark er auðvitað fylgifiskur þess og ég tek það bara á kassann. Við viljum að markmaðurinn okkar spili út og þá er óumflýjanlegt að menn geri mistök endrum og eins. Í dag skipti þetta ekki í máli og svo er þetta bara eitt fótboltamark."

Grótta fer upp að hlið Fram í efri helming töflunnar með þessum sigri en Óskar segir stefnuna ekki setta upp í PepsiMax-deildina.

„Stefnan hefur ekki verið sett upp og er alls ekki endilega að fara upp í sjálfu sér. Stefnan er bara að láta þetta unga lið vaxa sem einstaklingar og fótboltamenn og að þeir þroskist saman sem lið. Að vinna leiki eins og í dag gefur svona ungu liði mikið. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að þetta Fram lið er hrikalega gott og komu okkur í vandræði sem fá lið hafa gert hingað til. Þannig að við horfum á þetta stærra en bara að fara upp."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner