Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 13. júní 2019 22:42
Þórhallur Valur Benónýsson
Óskar Hrafn: Stefnan ekki sett upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir nauman sigur gegn Fram í kvöld. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af strákunum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka úr holunni sem við grófum okkur ofan í og við sóttum einhvern kraft. Það er þó ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður, við gerðum það sama á móti Þrótti en á móti frábæru liði Fram þá var þetta hrikalega vel gert hjá þeim"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Gróttumenn virtust leggja upp með að spila stutt úr vörninni en það misheppnaðist af og til með tilheyrandi hættu af hálfu Framara. Meðal annars þá kom annað mark Fram eftir misheppnað spil í öftustu línu.

„Við viljum helst spila stutt og að fá á sig annað mark er auðvitað fylgifiskur þess og ég tek það bara á kassann. Við viljum að markmaðurinn okkar spili út og þá er óumflýjanlegt að menn geri mistök endrum og eins. Í dag skipti þetta ekki í máli og svo er þetta bara eitt fótboltamark."

Grótta fer upp að hlið Fram í efri helming töflunnar með þessum sigri en Óskar segir stefnuna ekki setta upp í PepsiMax-deildina.

„Stefnan hefur ekki verið sett upp og er alls ekki endilega að fara upp í sjálfu sér. Stefnan er bara að láta þetta unga lið vaxa sem einstaklingar og fótboltamenn og að þeir þroskist saman sem lið. Að vinna leiki eins og í dag gefur svona ungu liði mikið. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að þetta Fram lið er hrikalega gott og komu okkur í vandræði sem fá lið hafa gert hingað til. Þannig að við horfum á þetta stærra en bara að fara upp."
Athugasemdir