Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 13. júní 2022 21:51
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex: Einhverjir eru á móti okkur en aðrir eru með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spjallaði við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið gegn Ísrael.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

„Þetta eru erfiðustu úrslit sem ég hef upplifað mjög lengi. Mér fannst við gera miklu meira en nóg til að fá meira út úr þessum leik. Þegar það er bara eins marks munur þarf svo lítið til," segir Rúnar Alex.

Eins og að fá rýting í hjartað
„Fyrra markið hjá þeim er óheppni. Auðvitað getum við gert meira til að stoppa þá en að skora á þeirra hátt er óheppni. Skora þeir svo mark eða ekki? Það er ógeðslega leiðinlegt að missa af tveimur stigum."

Fannst honum boltinn vera inni í 2-2 jöfnunarmarki Ísrael?

„Ég er í hreyfingunni að elta boltann og veit að ég enda inni í markinu. En ég næ að setja fótinn út. Ég held að ég nái að setja fæturna á línuna. Ég hélt að þetta væri bara góð varsla og áfram með smjörið. Svo dæma þeir þetta mark og það er ekki hægt að breyta því núna."

Það var nokkur bið meðan atvikið var skoðað í VAR.

„Maður var orðinn stressaður og svo var það eins og að fá rýting í hjartað þegar dómarinn benti á miðjupunktinn. Við höfðum svo nægan tíma til að ná inn þriðja markinu en það vantaði eitthvað upp á."

Ekki gaman að hrósa liðinu fyrir jafnteflisleik
Það hefur verið talsvert um neikvæða umræðu um landsliðið.

„Við þurfum að fínpússa hlutina til að ná inn sigrum. Það er ekki gaman að standa hérna og hrósa liðinu fyrir jafnteflisleik. Við vildum ná í þessa þrjá punkta fyrir okkur, fyrir staffið og fyrir íslensku þjóðina. Það eru einhverjir á móti okkur en einhverjir með okkur. Ég held að langflestir vilji mæta á völlinn og styðja okkur og fara vonandi einhvern tímann aftur með okkur á stórmót."

Meira um gagnrýnina:

„Það hefur verið rosalega gott að vera í þessum hóp því við getum stutt við bakið á hvorum öðrum. Við erum orðnir samheldnari ef eitthvað er. Þetta hefur auðvitað áhrif á okkur en hefur skapað einingu innan hópsins. Við erum ekkert í fýlu, komið bara á hótelið og sjáið hvað er gaman hjá okkur. Úrslitin koma, ég veit það. Við þurfum bara að fá okkar tíma til að búa til lið og búa til þennan kjarna. Eins og gullkynslóðin fékk á sínum tíma. Kannski fengu þeir færri leiki en við en það er bara ein leið og það er fram á við."

Rúnar Alex hefur fengið mikla ábyrgð og er ánægður með hvernig honum gekk i þessum glugga, innan og utan vallar.

„Ég held að ég hafi nýst leikmönnum og staffinu líka sem leiðtogi utan vallar. Það er eitthvað sem ég er rosalega glaður með, fá meiri ábyrgð. Það hafa margir stórir karakterar hætt. Við höfum þurft að stíga upp og mér finnst við hafa gert það. Við erum bara að bæta okkur."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner