Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 13. júní 2022 21:51
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex: Einhverjir eru á móti okkur en aðrir eru með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spjallaði við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið gegn Ísrael.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

„Þetta eru erfiðustu úrslit sem ég hef upplifað mjög lengi. Mér fannst við gera miklu meira en nóg til að fá meira út úr þessum leik. Þegar það er bara eins marks munur þarf svo lítið til," segir Rúnar Alex.

Eins og að fá rýting í hjartað
„Fyrra markið hjá þeim er óheppni. Auðvitað getum við gert meira til að stoppa þá en að skora á þeirra hátt er óheppni. Skora þeir svo mark eða ekki? Það er ógeðslega leiðinlegt að missa af tveimur stigum."

Fannst honum boltinn vera inni í 2-2 jöfnunarmarki Ísrael?

„Ég er í hreyfingunni að elta boltann og veit að ég enda inni í markinu. En ég næ að setja fótinn út. Ég held að ég nái að setja fæturna á línuna. Ég hélt að þetta væri bara góð varsla og áfram með smjörið. Svo dæma þeir þetta mark og það er ekki hægt að breyta því núna."

Það var nokkur bið meðan atvikið var skoðað í VAR.

„Maður var orðinn stressaður og svo var það eins og að fá rýting í hjartað þegar dómarinn benti á miðjupunktinn. Við höfðum svo nægan tíma til að ná inn þriðja markinu en það vantaði eitthvað upp á."

Ekki gaman að hrósa liðinu fyrir jafnteflisleik
Það hefur verið talsvert um neikvæða umræðu um landsliðið.

„Við þurfum að fínpússa hlutina til að ná inn sigrum. Það er ekki gaman að standa hérna og hrósa liðinu fyrir jafnteflisleik. Við vildum ná í þessa þrjá punkta fyrir okkur, fyrir staffið og fyrir íslensku þjóðina. Það eru einhverjir á móti okkur en einhverjir með okkur. Ég held að langflestir vilji mæta á völlinn og styðja okkur og fara vonandi einhvern tímann aftur með okkur á stórmót."

Meira um gagnrýnina:

„Það hefur verið rosalega gott að vera í þessum hóp því við getum stutt við bakið á hvorum öðrum. Við erum orðnir samheldnari ef eitthvað er. Þetta hefur auðvitað áhrif á okkur en hefur skapað einingu innan hópsins. Við erum ekkert í fýlu, komið bara á hótelið og sjáið hvað er gaman hjá okkur. Úrslitin koma, ég veit það. Við þurfum bara að fá okkar tíma til að búa til lið og búa til þennan kjarna. Eins og gullkynslóðin fékk á sínum tíma. Kannski fengu þeir færri leiki en við en það er bara ein leið og það er fram á við."

Rúnar Alex hefur fengið mikla ábyrgð og er ánægður með hvernig honum gekk i þessum glugga, innan og utan vallar.

„Ég held að ég hafi nýst leikmönnum og staffinu líka sem leiðtogi utan vallar. Það er eitthvað sem ég er rosalega glaður með, fá meiri ábyrgð. Það hafa margir stórir karakterar hætt. Við höfum þurft að stíga upp og mér finnst við hafa gert það. Við erum bara að bæta okkur."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner