Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. júní 2022 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini alls valið 35 leikmenn í átta verkefni - Karitas svekktust?
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karitas var fyrst kölluð inn í hópinn fyrir leikina gegn Ítalíu þegar ljóst var að Sara Björk var ekki leikfær. Karitas missti svo sæti sitt þegar Sara Björk sneri aftur fyrr á þessu ári.
Karitas var fyrst kölluð inn í hópinn fyrir leikina gegn Ítalíu þegar ljóst var að Sara Björk var ekki leikfær. Karitas missti svo sæti sitt þegar Sara Björk sneri aftur fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía er ein af þrettán sem valin hefur verið í öll verkefnin.
Cecilía er ein af þrettán sem valin hefur verið í öll verkefnin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk sneri í apríl aftur í landsliðið eftir barnsburð.
Sara Björk sneri í apríl aftur í landsliðið eftir barnsburð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari landsliðsþjálfari í janúar á síðasta ári og síðan þá hafa átta landsliðshópar verið opinberaðir.

Fyrsta valið hjá Steina var opinberað í mars á síðasta ári. Landsliðið átti að taka þátt í móti í Frakklandi í febrúar en því móti var svo aflýst vegna covid. Átján af 23 í hópnum sem valinn var fyrir leikina gegn Ítalíu í apríl á síðasta ári eru í lokahópnum sem fer á EM.

Þær Svava Rós Guðmundsdóttir, Amanda Andradóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru ekki í þeim hópi en eru í EM hópnum. Sara Björk Gunnarsdóttir var valin í upprunalega hópinn fyrir leikina gegn Ítalíu en dró sig úr verkefninu vegna meiðsla og Karitas Tómasdóttir var kölluð inn.

Ein breyting er á hópnum sem valinn var fyrir síðasta verkefnið fyrir EM. Natasha Anasi (Ásta Eir Árnadóttir kölluð inn vegna meiðsla Natöshu) dettur út og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kemur inn.

Alls hefur Þorsteinn valið 35 leikmenn í verkefnin átta. Sú sem hefur oftast verið valin eða kölluð upp í landsliðshópa og er ekki í lokahópnum er Karitas sem hafði verið í öllum hópum fram að verkefninu í apríl.

Talan á listunum hér fyrir neðan segir til um hversu oft Steini hefur valið þann leikmann í hópinn frá því hann tók við. Alls hafa þrettán leikmenn verið í öllum átta hópunum.

Landsliðshópurinn sem fer á EM:
Sandra Sigurðardóttir 8
Cecilía Rán Rúnarsdóttir 8
Telma Ívarsdóttir 6

Elísa Viðarsdóttir 8
Glódís Perla Viggósdóttir 8
Guðrún Arnardóttir 8
Guðný Árnadóttir 6
Hallbera Guðný Gísladóttir 8
Ingibjörg Sigurðardóttir 7
Sif Atladóttir 6
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 4

Dagný Brynjarsdóttir 8
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 8
Alexandra Jóhannsdóttir 8
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 8
Selma Sól Magnúsdóttir 5
Sara Björk Gunnarsdóttir 3

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 8
Agla María Albertsdóttir 8
Sveindís Jane Jónsdóttir 8
Svava Rós Guðmundsdóttir 7
Elín Metta Jensen 6
Amanda Andradóttir 6

Utan hóps en hafa verið valdar af Steina:
Karitas Tómasdóttir 6
Natasha Anasi 3
Hafrún Rakel Halldórsdóttir 3
Berglind Rós Ágústsdóttir 3
Andrea Rán Hauksdóttir 3
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving 2
Ásta Eir Árnadóttir 2
Ída Marín Hermannsdóttir 2
Hlín Eiríksdóttir 2
Anna Björk Kristjánsdóttir 1
Kristín Dís Árnadóttir 1
Diljá Ýr Zomers 1

Verkefnin átta í tímaröð
1. leikir gegn Ítalíu í apríl 2021
2. leikir gegn Írlandi í júní 2021
3. leikur gegn Hollandi í september 2021
4. undankeppni HM í október 2021
5. leikir í nóvember 2021
6. SheBelievesCup febrúar 2022
7. undankeppni HM í apríl 2022
8. Lokahópur EM júlí 2022
Steini vaknaði snemma í morgun: Ekki draumasímtöl sem ég var að taka
Athugasemdir
banner
banner
banner