Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Naumir sigrar hjá toppliðunum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir og Hamar virðast ætla að stinga af í byrjun sumars í 4. deildinni eftir nauma sigra í leikjum kvöldsins.

Ýmir heimsótti Skallagrím og skóp eins marks sigur þökk sé marki frá Gabriel Delgado Costa á elleftu mínútu.

Gabriel skoraði það sem reyndist eina mark leiksins og trónir Ýmir á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 umferðir.

Ýmir er enn taplaus alveg eins og Hamar sem er í öðru sæti með 17 stig eftir endurkomusigur gegn KH.

Heimamenn fóru illa af stað í Hveragerði þegar markvörðurinn Gerard Tomas Iborra skoraði sjálfsmark á 18. mínútu.

KH leiddi 0-1 í leikhlé en Máni Snær Benediktsson og Tobías Breiðfjörð Brynleifsson sneru stöðunni við með sitthvoru markinu í síðari hálfleik og urðu lokatölurnar 2-1 fyrir Hamar.

Árborg kemur í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Hamri, eftir sigur á heimavelli gegn KÁ í spennandi fimm marka leik.

Ká tók forystuna snemma leiks en heimamenn í Árborg sneru stöðunni sér í hag með góðri frammistöðu í síðari hálfleik.

Lokatölur urðu 3-2 fyrir Árborg sem er með ellefu stig eftir sjö umferðir.

Skallagrímur 0 - 1 Ýmir
0-1 Gabriel Delgado Costa ('11 )

Hamar 2 - 1 KH
0-1 Gerard Tomas Iborra ('18 , Sjálfsmark)
1-1 Máni Snær Benediktsson ('72 )
2-1 Tobías Breiðfjörð Brynleifsson ('85 )
Rautt spjald: Kristófer André Kjeld Cardoso , KH ('90)

Árborg 3 - 2 KÁ
0-1 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('6 )
1-1 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('57 )
2-1 Sigurður Óli Guðjónsson ('62 )
3-1 Aron Darri Auðunsson ('80 )
3-2 Bjarki Sigurjónsson ('89, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner