Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: KA skoraði þrjú gegn Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 3 - 0 Fram
1-0 Bjarni Aðalsteinsson ('6)
2-0 Bjarni Aðalsteinsson ('78)
3-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('89)

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

KA tók á móti Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld og tóku heimamenn forystuna snemma leiks á Greifavellinum, þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir hornspyrnu.

Akureyringar voru sterkari aðilinn í leiknum og komust nálægt því að tvöfalda forystuna í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki.

Framarar virtust vera að komast inn í leikinn þegar tók að líða á seinni hálfleikinn og fengu gestirnir nokkur færi sem fóru forgörðum áður en Bjarni skoraði sitt annað mark.

Bjarni skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Fram á 78. mínútu, þar sem Framarar köstuðu sér fyrir tvær marktilraunir áður en boltinn datt til Bjarna.

Fram reyndi að minnka muninn en tókst ekki. Þess í stað innsiglaði Hallgrímur Mar Steingrímsson góðan sigur KA með marki á 89. mínútu.

Þetta var hundraðasta mark Hallgríms fyrir KA. Hann skoraði gott mark eftir laglegt einstaklingsframtak, eftir að hafa fengið langa sendingu upp völlinn.


Athugasemdir
banner
banner