Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefndu liðsfélaga sinn sem á meira hrós skilið
Lillý Rut Hlynsdóttir.
Lillý Rut Hlynsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið afar vel inn í vörn Vals á þessu tímabili en hún tók stærra hlutverk eftir að landsliðsmiðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir meiddist illa á undirbúningstímabilinu.

Lillý var á síðasta tímabili lánuð til FH en sneri aftur til Hlíðarendafélagsins í vetur.

Hún hefur leikið vel í sumar og telja liðsfélagar hennar að hún eigi meira hrós skilið. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir, sóknarmenn Vals, voru gestir í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net á dögunum og voru þar spurðar hvaða leikmaður Vals ætti meira hrós skilið.

„Hún er búin að vera ógeðslega góð," sagði Jasmín Erla um miðvörðinn.

„Lillý er virkilega góður leikmaður sem hefur verið mjög 'solid' í okkar vörn."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í heild sinni hér fyrir neðan.
Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner