Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham bætist í kapphlaupið um Matías Soulé
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United hefur bæst við kapphlaupið um argentínska kantmanninn Matías Soulé sem er gríðarlega eftirsóttur eftir að hafa átt gott tímabil á láni hjá Frosinone.

Hinn 21 árs gamli Soulé var lánaður frá Juventus til Frosinone í fyrra og kom hann að 14 mörkum í 36 leikjum í efstu deild ítalska boltans.

Hann byrjaði tímabilið af miklum krafti en dalaði er tók að líða á veturinn. Hann skoraði aðeins eitt mark og gaf eina stoðsendingu í síðustu 15 leikjum deildartímabilsins er Frosinone féll aftur niður í B-deildina.

Núna er Soule er kominn aftur til Juventus þar sem hann á tvö ár eftir af samningi. Hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður.

Soulé á 21 leik að baki fyrir Juve, auk þess að hafa spilað 10 leiki fyrir yngri landslið Argentínu. Hann er uppalinn hjá Vélez Sarsfield í heimalandinu en var fenginn yfir til Juve í janúar 2020 og gerði góða hluti með unglingaliðum félagsins.

Bayer Leverkusen og Aston Villa eru meðal félaga sem hafa áhuga á Soule, en talið er að Juve vilji fá 40 milljónir evra fyrir leikmaninn. Ítalska stórveldið er ekki talið vera reiðubúið til að lána Soulé út nema að leikmaðurinn skrifi fyrst undir framlengingu á samningi við félagið.
Athugasemdir
banner
banner