Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
   mán 13. júlí 2020 22:30
Kristófer Jónsson
Haukur Páll: Svolítil skák í fyrri hálfleik
Haukur Páll var svekktur að fá ekki þrjú stig í kvöld.
Haukur Páll var svekktur að fá ekki þrjú stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var svekktur með 0-0 jafntefli gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er bara fúll að taka ekki þrjú stig." sagði Haukur Páll einfaldlega aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

Leikurinn var heilt yfir nokkuð bragðdaufur og lítið um færi, en Valsarar fengu þó aðeins betri möguleika til að stela sigrinum.

„Þetta var svolítil skák í fyrri hálfleik og lítið um færi gegn sterkum vörnum. Mér finnst við svo fá fínustu færi hérna í seinni hálfleik til að taka þrjú stig en það heppnaðist ekki í dag."

Valur er með 10 stig eftir sex umferðir og sitja í fimmta sæti deildarinnar.

„Við höldum bara áfram og það er næsti leikur. Við verðum bara að taka þessu stigi úr þessum erfiða leik." sagði Haukur Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner