Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll: Við viljum hafa mikla samkeppni
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundleiðinlegt að vera búnir að tapa báðum heimaleikjunum. Við þurfum að breyta því og við ætlum okkur að gera það," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í viðtali við Ragnar Vignir fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Valur tapaði 4-1 gegn ÍA á heimavelli á dögunum en liðið svaraði með 5-1 sigri gegn Víkingi R. á útivelli í síðasta leik.

„Það voru góð svör úr Skagaleiknum yfir í Víkings leikinn. Þessi Skagaleikur var smá skellur en samt áttum við fullt af færum til að skora úr í þeim leik. Við fengum góð færi til að komast yfir í leiknum. Það er ekki hægt að spyrja af því, mörkin telja," sagði Haukur Páll.

„Við vorum full opnir varnarlega í þeim leik og ákváðum að breyta til og þétta okkur varnarlega í Víkings leiknum. Hannes var síðan klár í það sem slapp í gegn."

Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði Vals gegn Víkingi en þeir Valgeir Lunddal Friðriksson, Lasse Petry og Kristinn Freyr Sigurðsson komu inn frá því í tapinu gegn ÍA.

„Það hafa verið breytingar á liðinu. Við erum með stóran og góðan hóp og það gera allir tilkall til að byrja leiki. Þannig viljum við hafa það. Við viljum hafa mikla samkeppni þannig að menn eru á tánum," sagði Haukur en viðtalið er í heild hér að neðan.

Leikir kvöldsins
18:00 KA-Fjölnir (Greifavöllurinn)
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner