Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 13. júlí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar að selja Lovren - Framlengja fyrst
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar að nýta sér ákvæði í samningi við króatíska varnarmanninn Dejan Loven og framlengja samning hans til sumarsins 2022.

Þrátt fyrir það bendir allt til þess að Liverpool muni selja Lovren í sumar.

Hinn 31 árs gamli Lovren hefur verið fjórði miðvörður hjá Liverpool á tímabilinu á eftir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip.

Lovren hefur ekki verið í byrjunarliðinu síðan í 3-0 tapinu gegn Watford í febrúar.

Zenit St Pétursborg í Rússlandi og fleiri félög hafa sýnt Lovren áhuga en Liverpool ætlar að framlengja samning hans til að hækka verðmiðann áður en hann verður seldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner