Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
banner
   þri 13. júlí 2021 22:26
Anton Freyr Jónsson
Gummi Júl: Eitthvað sem við þurfum að byggja á
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst fúll að hafa ekki skorað þarna í síðasta horninu, ég sá hann inni en góð frammistaða hjá báðum liðum en maður hefði viljað fá víti þegar ýtt í Arnþór og ég hefði viljað skora og maður hefði viljað sækja þessi þrjú stig miðavið hvernig þetta var á síðustu mínútunum en in the end þá bara gott stig á heimavelli og halda hreinu." voru fyrstu viðbrögð Guðmunds Júlíussonar fyrirliða HK eftir jafnteflið í Kórnum fyrr í kvöld.

Fannst Gumma þetta vera sanngjörn niðurstaða?

„Já ég held það svona heilt yfir ef þú horfir á færi og tækifærin í opnum leik að þá held ég það."

Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson voru frábærir í miðverðinum hjá HK í kvöld og skölluðu hvern boltan á fætur öðrum í burtu og Guðmundur Þór var sáttur með varnarleik liðsins.

„Já klárlega, eins og Víkingur er þeir krossa mikið og bara fyrir mig og Martin (Rauschenberg) að halda okkur vel inn í boxinu og stanga boltana í burtu sem er bara mjög gott og líka fyrir Leif (Andra Leifsson sem kom inn fyrir Ívar, það er ekkert auðvelt að koma inn í bakvörðinn um miðjan leik og hann gerði vel ásamt öllu liðinu. Frábær frammistaða og eitthvað sem við þurfum að byggja á og halda áfram að safna stigum og horfa fram á veginn og þá er allt bjargt í Kórnum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner