Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
   þri 13. júlí 2021 22:26
Anton Freyr Jónsson
Gummi Júl: Eitthvað sem við þurfum að byggja á
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst fúll að hafa ekki skorað þarna í síðasta horninu, ég sá hann inni en góð frammistaða hjá báðum liðum en maður hefði viljað fá víti þegar ýtt í Arnþór og ég hefði viljað skora og maður hefði viljað sækja þessi þrjú stig miðavið hvernig þetta var á síðustu mínútunum en in the end þá bara gott stig á heimavelli og halda hreinu." voru fyrstu viðbrögð Guðmunds Júlíussonar fyrirliða HK eftir jafnteflið í Kórnum fyrr í kvöld.

Fannst Gumma þetta vera sanngjörn niðurstaða?

„Já ég held það svona heilt yfir ef þú horfir á færi og tækifærin í opnum leik að þá held ég það."

Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson voru frábærir í miðverðinum hjá HK í kvöld og skölluðu hvern boltan á fætur öðrum í burtu og Guðmundur Þór var sáttur með varnarleik liðsins.

„Já klárlega, eins og Víkingur er þeir krossa mikið og bara fyrir mig og Martin (Rauschenberg) að halda okkur vel inn í boxinu og stanga boltana í burtu sem er bara mjög gott og líka fyrir Leif (Andra Leifsson sem kom inn fyrir Ívar, það er ekkert auðvelt að koma inn í bakvörðinn um miðjan leik og hann gerði vel ásamt öllu liðinu. Frábær frammistaða og eitthvað sem við þurfum að byggja á og halda áfram að safna stigum og horfa fram á veginn og þá er allt bjargt í Kórnum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner