Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 13. júlí 2021 22:26
Anton Freyr Jónsson
Gummi Júl: Eitthvað sem við þurfum að byggja á
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Guðmundur Þór Júlíusson, fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst fúll að hafa ekki skorað þarna í síðasta horninu, ég sá hann inni en góð frammistaða hjá báðum liðum en maður hefði viljað fá víti þegar ýtt í Arnþór og ég hefði viljað skora og maður hefði viljað sækja þessi þrjú stig miðavið hvernig þetta var á síðustu mínútunum en in the end þá bara gott stig á heimavelli og halda hreinu." voru fyrstu viðbrögð Guðmunds Júlíussonar fyrirliða HK eftir jafnteflið í Kórnum fyrr í kvöld.

Fannst Gumma þetta vera sanngjörn niðurstaða?

„Já ég held það svona heilt yfir ef þú horfir á færi og tækifærin í opnum leik að þá held ég það."

Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson voru frábærir í miðverðinum hjá HK í kvöld og skölluðu hvern boltan á fætur öðrum í burtu og Guðmundur Þór var sáttur með varnarleik liðsins.

„Já klárlega, eins og Víkingur er þeir krossa mikið og bara fyrir mig og Martin (Rauschenberg) að halda okkur vel inn í boxinu og stanga boltana í burtu sem er bara mjög gott og líka fyrir Leif (Andra Leifsson sem kom inn fyrir Ívar, það er ekkert auðvelt að koma inn í bakvörðinn um miðjan leik og hann gerði vel ásamt öllu liðinu. Frábær frammistaða og eitthvað sem við þurfum að byggja á og halda áfram að safna stigum og horfa fram á veginn og þá er allt bjargt í Kórnum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner