Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Orrarnir náðu í dýrmætan sigur gegn KA
Orri Hrafn skoraði glæsilegt mark á 59. mínútu.
Orri Hrafn skoraði glæsilegt mark á 59. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 1 KA
1-0 Orri Sveinn Stefánsson ('31)
2-0 Orri Hrafn Kjartansson ('59)
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('64)

Fylkir tók á móti KA í fyrri leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla og úr varð skemmtileg viðureign.

Það var nóg um að vera í fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu góð færi áður en Orri Sveinn Stefánsson kom knettinum í netið. Hann fylgdi þá stangarskoti Djair Parfitt-Williams eftir.

Akureyringar virtust ekki mæta nógu vel inn í seinni hálfleikinn og tvöfölduðu Árbæingar forystuna. Í þetta skiptið skoraði Orri Hrafn Kjartansson glæsilegt mark eftir flott einstaklingsframtak.

Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komist nálægt því að skora fyrr í leiknum en honum tókst ætlunarverkið á 64. mínútu. Þá minnkaði hann muninn fyrir KA í 2-1 með skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni og hafnaði í netinu.

Það var ekki mikið að frétta þar til undir lokin þegar KA lagði allt í sóknarleikinn og setti knöttinn í stöngina tvívegis en inn vildi boltinn ekki. Nökkvi Þeyr Þórisson átti fyrst skalla í stöng áður en Sebastian Brebels skaut í stöngina á lokasekúndunum.

Lokatölur 2-1 og eru þetta gríðarlega mikilvæg stig fyrir Fylki sem er núna um miðja deild, fimm stigum frá fallsæti. KA er áfram í fimmta sæti.

Sjáðu textalýsinguna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner