Þýska stórveldið FC Bayern má búast við að fá rúmlega 20 milljónir evra í sinn hlut fyrir yfirvofandi sölu Joshua Zirkzee frá Bologna til Manchester United.
Man Utd er búið að ná samkomulagi við Bologna um kaupverð fyrir Zirkzee, en hann gekk til liðs við Bologna frá FC Bayern á sínum tíma.
Bayern er með 50% endursölurétt á leikmanninum eftir þau félagsskipti og fær því væna summu þegar sóknarmaðurinn skrifar undir hjá Rauðu djöflunum.
Bayern og Man Utd eru á sama tíma í viðræðum um félagaskipti hollenska varnarjaxlsins Matthijs de Ligt. Bayern er talið vilja um 50 milljónir evra fyrir hann.
Athugasemdir