Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Tómas Þór Þórðarson er kominn úr fríi og stýrir því skútunni ásamt Elvari Geir Magnússyni.
Með þeim í þættinum verður Brynjar Gestsson fótboltaþjálfari en hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Brynjar er fyrrum þjálfari Þróttar Vogum, Fjarðabyggðar, ÍR og fleiri liða.
Með þeim í þættinum verður Brynjar Gestsson fótboltaþjálfari en hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Brynjar er fyrrum þjálfari Þróttar Vogum, Fjarðabyggðar, ÍR og fleiri liða.
Rætt verður um Bestu deildina, Evrópuleiki íslensku liðanna, Lengjudeildina, EM og fleira.
Þá koma alþjóðaformenn FIFPro leikmannasamtakanna í heimsókn og má búast við áhugaverðum umræðum.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir