Næstsíðasti leikur Copa América fer fram í nótt þegar Úrúgvæ og Kanada eigast við í bronsleik mótsins.
Kanada tapaði gegn ríkjandi meisturum Argentínu í undanúrslitum á meðan Úrúgvæ tapaði á móti tíu leikmönnum Kólumbíu og því mætast liðin í þessum slag í nótt.
Þetta verður í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast í keppnisleik, en þær hafa aðeins einu sinni mæst áður - í vináttulandsleik fyrir tæplega tveimur árum síðan. Þar hafði Úrúgvæ betur, 0-2, með mörkum frá Nicolas de la Cruz og Darwin Núnez.
Leikurinn hefst á miðnætti á íslenskum tíma og 24 tímum síðar fer úrslitaleikur Copa América fram, þar sem Argentína freistar þess að verja titilinn gegn sterkum andstæðingum frá Kólumbíu.
Leikur kvöldsins:
00:00 Kanada - Úrúgvæ
Athugasemdir