Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laurent Blanc tekur við Al-Ittihad - Aouar helsta skotmarkið
Mynd: Getty Images
Laurent Blanc er að taka við sádi-arabíska stórveldinu Al-Ittihad og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Hinn 58 ára gamli Blanc hefur þjálfað Bordeaux, PSG, Lyon og franska landsliðið á ferlinum, auk Al-Rayyan í Katar en hann entist aðeins í 14 mánuði þar áður en hann var rekinn vegna slæms gengis.

Blanc gerir tveggja ára samning við Al-Ittihad og er hans helsta skotmark fyrir sumarið leikmaður AS Roma, Houssem Aouar.

Aouar lék undir stjórn Blanc hjá Lyon tímabilið 2022-23 en átti afar erfitt uppdráttar og skipti yfir til Roma í fyrra, þar sem honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þrátt fyrir fína frammistöðu.

Þá hefur Kepa Arrizabalaga einnig verið orðaður sterklega við félagið, en leikmenn á borð við Fabinho, N'Golo Kanté og Karim Benzema eru á mála hjá Al-Ittihad.
Athugasemdir
banner
banner