Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 13. júlí 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Malard gerir þriggja ára samning við Man Utd (Staðfest)
Malard var besti leikmaður vallarins er Frakkland gerði jafntefli við Ísland á EM 22.
Malard var besti leikmaður vallarins er Frakkland gerði jafntefli við Ísland á EM 22.
Mynd: EPA
Hin franska Melvine Malard er búin að skrifa undir þriggja ára samning við Manchester United eftir að hafa gert góða hluti á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Malard kemur úr röðum Lyon en þessi franska landsliðskona skoraði sjö mörk og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Rauðu djöflana og hreif þjálfarateymi félagsins upp úr skónum.

Hin 24 ára Malard á 22 landsleiki að baki fyrir Frakkland og hátt í 100 keppnisleiki fyrir Lyon. Hún hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Lyon, frönsku deildina þrisvar og franska bikarinn tvisvar.

Hún vann enska FA bikarinn á sínu fyrsta tímabili hjá Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner