Hin franska Melvine Malard er búin að skrifa undir þriggja ára samning við Manchester United eftir að hafa gert góða hluti á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Malard kemur úr röðum Lyon en þessi franska landsliðskona skoraði sjö mörk og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Rauðu djöflana og hreif þjálfarateymi félagsins upp úr skónum.
Hin 24 ára Malard á 22 landsleiki að baki fyrir Frakkland og hátt í 100 keppnisleiki fyrir Lyon. Hún hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með Lyon, frönsku deildina þrisvar og franska bikarinn tvisvar.
Hún vann enska FA bikarinn á sínu fyrsta tímabili hjá Man Utd.
This is your home. This is where you belong ??
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 12, 2024
???????? @MelvineMalard is United and we wouldn't have it any other way ???? #MUWomen
Athugasemdir