Afturelding og Þór eigast við í Lengjudeildinni í dag en það vekur athygli að Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar og Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs hafa báðir ákveðið að skipta um markmann.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 3 Þór
Báðum liðum var spáð góðum árangri fyrir tímabilið en hvorugu liðinu hefur tekist að standa undir því en liðin eru bæði með 14 stig í 8. og 9. sæti deildarinnar.
Arnar Daði Jóhannesson hefur verið í markinu hjá Aftureldingu í sumar en Birkir Haraldsson kemur í markið í dag. Birkir er að spila sinn þriðja leik í sumar þar sem Arnar tók út leikbann fyrr á tímabilinu.
Arnar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Afturelding tapaði 3-0 gegn ÍR í síðustu umferð.
„Hann tapaði ekki leiknum í dag, við gerðum það. Allir sem komu við sögu og við sem stöndum fyrir utan þetta. Við ógnuðum varla markinu þeirra í leiknum. Auðvitað á hann að gera betur í þessu augnabliki en það var svo margt annað sem var að." sagði Magnús Már í samtali við fótbolta.net eftir leikinn.
Auðunn Ingi Valtýsson er í marki Þórs í dag á kostnað Arons Birkis Stefánssonar. Auðunn hefur aðeins spilað þrjá leiki með Þór í næst efstu deild en hann lék með Dalvík/Reyni í 2. deild síðasta sumar. Aron Birkir er fyrirliði Þórs en Fannar Daði Malmquist Gíslason tekur við fyrirliðabandinu í dag.
Þór missti forskot niður í jafntefli gegn níu leikmönnum Grindavíkur í síðustu umferð þar sem Aron Birkir hefði átt að gera betur þegar Grindavík jafnaði metin á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Byrjunarlið Afturelding:
12. Birkir Haraldsson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið Þór :
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason
7. Rafael Victor
10. Aron Ingi Magnússon
11. Marc Rochester Sörensen
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson