Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar skoraði í jafntefli - Mikael og félagar lögðu Luton að velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF sem spilaði æfingaleik við Luton Town í dag og bar sigur úr býtum.

AGF vann leikinn 2-1 þar sem Carlton Morris gerði eina mark Luton, en Gift Links og Jacob Andersen skoruðu til að tryggja Århus sigurinn.

Óskar Borgþórsson skoraði þá í 3-3 jafntefli Sogndal gegn Stabæk á meðan hinn 17 ára gamli Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar sem steinlá gegn Viborg.

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon byrjuðu í 4-0 sigri Lyngby gegn Landskrona á sama tíma og Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í tapi gegn Sturm Graz, þar sem Mika Biereth fyrrum leikmaður Arsenal skoraði eina mark leiksins.

Rúnar Þór Sigurgeirsson lék þá í 4-4 jafntefli Willem II gegn Dordrecht í Hollandi.

Fleiri Íslendingalið komu einnig við sögu í dag þar sem Lille gerði jafntefli við KV Mechelen og Kristian Nökkvi Hlynsson sat allan tímann á bekknum í 2-1 sigri Ajax gegn Rangers.

Að lokum spilaði Anton Logi Lúðvíksson í keppnisleik, er Haugesund gerði jafntefli við Brann í efstu deild norska boltans.

Anton Logi fékk að spila síðasta hálftímann í 1-1 jafntefli og er Haugesund í fallsæti í efstu deild norska boltans - með 14 stig eftir 13 umferðir.

Brann 1 - 1 Haugesund

Stabæk 3 - 3 Sogndal
1-0 W. Wendt ('9)
1-1 Óskar Borgþórsson ('27)
2-1 R. Vinge ('58)
2-2 I. Twum ('59)
3-2 B. Tobiassen ('65)
3-3 A. Kalstad ('90)

Luton 1 - 2 AGF
0-1 Gift Links ('15)
1-1 Carlton Morris ('45+1)
1-2 Jacob Andersen ('76)

Lyngby 4 - 0 Landskrona

Sturm Graz 1 - 0 Midtjylland

Aalborg 1 - 4 Viborg

Dordrecht 4 - 4 Willem II

Hansa Rostock 1 - 3 Randers

Waalwijk 2 - 4 OH Leuven

Blackburn 8 - 3 Tranmere Rovers

Cardiff 3 - 1 Kortrijk

Drochtersen 0 - 7 Braunschweig

Viktoria Köln 0 - 0 Eupen

AB Kaupmannahöfn 3 - 0 FA 2000

Cracovia 2 - 4 Ostrava

Cracovia 0 - 1 Sigma Olomuc

Lohne 1 - 3 Braunschweig

Ajax 2 - 1 Rangers

Unitas 30 0 - 0 NAC Breda

Athugasemdir
banner
banner