Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. ágúst 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Fotbollskanalen 
Kolbeinn snýr aftur eftir rúman mánuð í burtu
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohsen, er kominn aftur í leikmannahóp sænska félagsins AIK fyrir leik gegn Östersund í dag.

Meiðsli og veikindi hafa sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK. Þessi þrítugi sóknarmaður gekk í raðir AIK frá franska félaginu Nantes á síðasta ári.

Á fyrsta tímabili sínu í Stokkhólmi skoraði hann fjögur mörk í 24 leikjum. Á þessu tímabili hefur hann spilað sex leiki en ekki enn skorað mark.

„Það er gott að fá leikmann með hans reynslu og styrk inn í liðið," segir Bartosz Grzelak sem er nýtekinn við AIK. Rikard Norling frá rekinn frá AIK undir lok síðasta mánaðar eftir slakt gegni í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn spilaði síðast í deildinni þann 2. júlí síðastliðinn.

Fyrir leikinn á morgun er AIK við fallsvæðið með aðeins 13 stig eftir 14 leiki. Liðið þarf nauðsynlega að fara að vinna leiki, um það snýst bransinn.
Athugasemdir
banner
banner