Brasilíski varnarmaðurinn Emerson Royal gekk í raðir AC Milan frá Tottenham og segir að hann verði 'stríðsmaður' fyrir nýja félagið.
Zlatan Ibrahimovic er í stjórnendastöðu hjá AC Milan og átti stóran þátt í viðræðunum við Tottenham. Emerson er gríðarlega stoltur yfir því að sænska goðsögnin hafi viljað fá sig.
Zlatan Ibrahimovic er í stjórnendastöðu hjá AC Milan og átti stóran þátt í viðræðunum við Tottenham. Emerson er gríðarlega stoltur yfir því að sænska goðsögnin hafi viljað fá sig.
„Það var alltaf ljóst að AC Milan væri besti kosturinn fyrir mig. Milan hafði alltaf trú á mér. Ég er mjög ungur en hef verið leiðtogi í öllum liðum sem ég hef spilað fyrir. Ég vil þakka Zlatan fyrir þetta tækifæri og þá vinnu sem hann lagði í til að fá mig hingað. Ég vil gefa mitt besta," segir Emerson.
„Zlatan hefur áhrif um allan heim. Hann átti ótrúlegan feril og hefur alltaf sýnt löngun til að sigra. Að vita að Ibra vildi fá mig veitti mér mikla ánægju. Ég vil borga honum traustið til baka á vellinum."
„Ég varð hugnuminn þegar ég fór inn í safnið hjá AC Milan. Ég sá alla bikarana sem Milan hefur unnið. Þetta var eins og draumur. Allir Brasilíumenn vilja koma hingað," segir þessi 25 ára leikmaður.
Athugasemdir