Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 12. ágúst 2024 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Emerson Royal til AC Milan (Staðfest)
Emerson gerir fjögurra ára samning við Milan með möguleika á auka ári.
Emerson gerir fjögurra ára samning við Milan með möguleika á auka ári.
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er að skipta yfir til AC Milan fyrir um 15 milljónir evra.

Emerson kemur úr röðum Tottenham Hotspur og er lentur í Mílanó þar sem hann gengst undir læknisskoðun og skrifar undir samninga.

Tottenham vildi fá hærri upphæð fyrir Emerson en neyðist til að samþykkja kauptilboðið frá Ítalíu.

Emerson er 25 ára gamall og spilaði 101 leik á þremur tímabilum með Tottenham.

Hann kom við sögu í 24 leikjum í fyrra og var ekki í áformum Ange Postecoglou þjálfara fyrir næstu leiktíð nema sem varaskeifa.

Uppfærsla: AC Milan hefur staðfest félagaskiptin.


Athugasemdir
banner