Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa í viðræðum við Feyenoord
Mynd: EPA
Aston Villa er í viðræðum við Feyenoord um kaup á varnarmanninum fjölhæfa Lutsharel Geertruida.

Geertruida er 24 ára gamall og aðeins með eitt ár eftir af samningi við uppeldisfélag sitt Feyenoord.

Hann á ellefu landsleiki að baki fyrir Holland og spilaði rúmlega 100 mínútur á EM í sumar.

Geertruida er lykilmaður í liði Feyenoord og kom að 14 mörkum í 47 leikjum fyrir félagið á síðustu leiktíð. Hann er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður og afturliggjandi miðjumaður.

Unai Emery þjálfari hefur miklar mætur á Geertruida og telur að hann geti aukið gæðin í varnarlínu Aston Villa.

Villa mun reyna að ganga frá kaupunum eftir að Diego Carlos verður seldur til Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner