Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Matthias Præst fer í KR eftir tímabilið (Staðfest) - Gerði þriggja ára samning
Mynd: KR
Danski miðjumaðurinn Matthias Præst hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR en hann mun formlega ganga í raðir félagsins frá Fylki eftir tímabilið.

Þessi 24 ára gamli leikmaður kom til Fylkis fyrir tímabilið en áður hafði hann spilað með Middelfart og Horsens í heimalandinu ásamt því að hafa leikið fyrir HB og AB Argir í Færeyjum.

Á þessu tímabili hefur hann gert þrjú mörk í átján leikjum með Fylki í Bestu deildinni.

Eftir tímabilið mun hann ganga til liðs við KR en félagið greindi frá þessu í dag. Samningurinn er til þriggja ára.

Glugganum er því lokið hjá KR en Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður fótboltamála hjá KR, staðfesti það við Fótbolta.net í dag.

KR hefur fengið þá Guðmund Andra Tryggvason, Ástbjörn Þórðarson og Gyrði Hrafn Guðbrandsson í glugganum. Þá mun Hjalti Sigurðsson taka slaginn með liðinu á næsta tímabili og fjallað hefur verið um að Alexander Helgi Sigurðarson hafi einnig skrifað undir samning sem tekur gildi eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner