Ekkert verður af því að KR fá inn leikmann fyrir gluggalok, allavega ekki leikmann sem mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.
KR hefur verið að skoða markaðinn og var í dag orðað við bæði Omar Sowe hjá Leikni og Matthias Præst hjá Fylki. Præst var raunverulegt skotmark KR.
KR hefur verið að skoða markaðinn og var í dag orðað við bæði Omar Sowe hjá Leikni og Matthias Præst hjá Fylki. Præst var raunverulegt skotmark KR.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður fótboltamála hjá KR, segir í samtali við Fótbolta.net að búið sé að loka glugganum hjá KR.
„Það gerist ekkert hjá okkur í dag," segir Óskar Hrafn.
KR hefur fengið þá Guðmund Andra Tryggvason, Ástbjörn Þórðarson og Gyrði Hrafn Guðbrandsson í glugganum. Þá mun Hjalti Sigurðsson taka slaginn með liðinu á næsta tímabili og fjallað hefur verið um að Alexander Helgi Sigurðarson hafi einnig skrifað undir samning sem tekur gildi eftir tímabilið.
Athugasemdir