Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   þri 13. ágúst 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vigdís Lilja framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Breiðablik um eitt ár og er því samningsbundin Blikum út næstu leiktíð.

Vigdís Lilja er öflugur framherji sem er markahæsti leikmaður Breiðabliks í Bestu deildinni í sumar með 8 mörk í 16 leikjum.

Hún er fædd 2005 og hefur verið í lykilhlutverki í unglingalandsliðum Íslands, sérstaklega í ógnarsterku U19 liði sem komst á EM í fyrra.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika sem vonast til að halda Vigdísi sem lengst innan sinna raða þó að félög utan landsteinanna sýni áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner