
,,Þetta er skrítin tilfinning en það er samt gaman að vinna," sagði Margrét María Hólmarsdóttir sem skoraði bæði mörk KR í úrslitaleik 1. deildar kvenna í dag en mótherjinn voru hennar gömlu samherjar í Þrótti.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 KR
,,Það var alltaf markmiðið að komast upp og á endanum að vinna deildina."
Margrét María skoraði 18 mörk í deild og bikar í sumar en er nú farin í Pepsi-deildinni. Heldur hún að hún geti staðið í markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur þar?
,,Maður veit aldrei, það er heilt ár í Pepsi svo ég get bætt mig helling," sagði hún.
Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan en hún býst við að KR eigi fullt erindi í Pepsi-deildina. ,,Við fórum í Borgunarbikarinn og unnum FH og stóðum í Fylki. Við eigum fullt erindi í Pepsi-deildina. Ég tala nú ekki um ef við styrkjum okkur meira."
Athugasemdir