Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. september 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Pressan er á Stjörnunni
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andinn er gríðarlega góður og eftirvæntingin er mikil," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag.

Verið var að hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður klukkan 19:15 á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

„Við erum að spila gegn Stjörnunni, liði sem við höfum ekki unnið í tvö ár, og þetta verður erfitt verkefni. Ég tel að Stjarnan sé sigurstranglegra liðið og ég held að allir í kringum fótboltann séu á því. Pressan er á Stjörnunni því þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Ég hef unnið þennan bikar og Blikarnir hafa unnið hann."

„Ég held að það verði dramatík í þessum leik. Okkar leið í bikarnum hefur verið skemmtileg og full af drama. Það sýnir mikinn karakter í liðinu."

Breiðablik tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Telur Gústi sig vera búinn að finna leið til að leggja Garðbæinga að þessu sinni?

„Það hafa verið jafnir leikir. Við unnum þá í Bose bikarnum í vetur og kannski þarf að rýna í hvað við gerðum vel þar! En þetta verður skák held ég, barátta og vonandi góður fótbolti. Þetta getur ekki verið skemmtilegri," sagði Ágúst.

Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins mikilli spennu í liðum fyrir bikarúrslitaleik áður.

„Þetta verður algjör veisla held ég, það gæti orðið besta mæting á bikarúrslitaleik í langan tíma. Það er gert vel hjá báðum félögum og það verður húllumhæ fyrir leikinn. Við munum fá góðan stuðning og þetta verður algjör veisla á laugardagskvöldi."

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Liverpool - Everton á laugardag?
Athugasemdir
banner