Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
banner
   fim 13. september 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Pressan er á Stjörnunni
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andinn er gríðarlega góður og eftirvæntingin er mikil," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag.

Verið var að hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður klukkan 19:15 á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

„Við erum að spila gegn Stjörnunni, liði sem við höfum ekki unnið í tvö ár, og þetta verður erfitt verkefni. Ég tel að Stjarnan sé sigurstranglegra liðið og ég held að allir í kringum fótboltann séu á því. Pressan er á Stjörnunni því þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Ég hef unnið þennan bikar og Blikarnir hafa unnið hann."

„Ég held að það verði dramatík í þessum leik. Okkar leið í bikarnum hefur verið skemmtileg og full af drama. Það sýnir mikinn karakter í liðinu."

Breiðablik tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Telur Gústi sig vera búinn að finna leið til að leggja Garðbæinga að þessu sinni?

„Það hafa verið jafnir leikir. Við unnum þá í Bose bikarnum í vetur og kannski þarf að rýna í hvað við gerðum vel þar! En þetta verður skák held ég, barátta og vonandi góður fótbolti. Þetta getur ekki verið skemmtilegri," sagði Ágúst.

Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins mikilli spennu í liðum fyrir bikarúrslitaleik áður.

„Þetta verður algjör veisla held ég, það gæti orðið besta mæting á bikarúrslitaleik í langan tíma. Það er gert vel hjá báðum félögum og það verður húllumhæ fyrir leikinn. Við munum fá góðan stuðning og þetta verður algjör veisla á laugardagskvöldi."

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Vestri - KR á laugardag?
Athugasemdir