Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fim 13. september 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Pressan er á Stjörnunni
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andinn er gríðarlega góður og eftirvæntingin er mikil," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag.

Verið var að hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður klukkan 19:15 á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

„Við erum að spila gegn Stjörnunni, liði sem við höfum ekki unnið í tvö ár, og þetta verður erfitt verkefni. Ég tel að Stjarnan sé sigurstranglegra liðið og ég held að allir í kringum fótboltann séu á því. Pressan er á Stjörnunni því þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Ég hef unnið þennan bikar og Blikarnir hafa unnið hann."

„Ég held að það verði dramatík í þessum leik. Okkar leið í bikarnum hefur verið skemmtileg og full af drama. Það sýnir mikinn karakter í liðinu."

Breiðablik tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Telur Gústi sig vera búinn að finna leið til að leggja Garðbæinga að þessu sinni?

„Það hafa verið jafnir leikir. Við unnum þá í Bose bikarnum í vetur og kannski þarf að rýna í hvað við gerðum vel þar! En þetta verður skák held ég, barátta og vonandi góður fótbolti. Þetta getur ekki verið skemmtilegri," sagði Ágúst.

Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins mikilli spennu í liðum fyrir bikarúrslitaleik áður.

„Þetta verður algjör veisla held ég, það gæti orðið besta mæting á bikarúrslitaleik í langan tíma. Það er gert vel hjá báðum félögum og það verður húllumhæ fyrir leikinn. Við munum fá góðan stuðning og þetta verður algjör veisla á laugardagskvöldi."

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Breiðablik - Valur á mánudag?
Athugasemdir