Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   fim 13. september 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Pressan er á Stjörnunni
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andinn er gríðarlega góður og eftirvæntingin er mikil," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag.

Verið var að hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður klukkan 19:15 á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

„Við erum að spila gegn Stjörnunni, liði sem við höfum ekki unnið í tvö ár, og þetta verður erfitt verkefni. Ég tel að Stjarnan sé sigurstranglegra liðið og ég held að allir í kringum fótboltann séu á því. Pressan er á Stjörnunni því þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Ég hef unnið þennan bikar og Blikarnir hafa unnið hann."

„Ég held að það verði dramatík í þessum leik. Okkar leið í bikarnum hefur verið skemmtileg og full af drama. Það sýnir mikinn karakter í liðinu."

Breiðablik tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Telur Gústi sig vera búinn að finna leið til að leggja Garðbæinga að þessu sinni?

„Það hafa verið jafnir leikir. Við unnum þá í Bose bikarnum í vetur og kannski þarf að rýna í hvað við gerðum vel þar! En þetta verður skák held ég, barátta og vonandi góður fótbolti. Þetta getur ekki verið skemmtilegri," sagði Ágúst.

Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins mikilli spennu í liðum fyrir bikarúrslitaleik áður.

„Þetta verður algjör veisla held ég, það gæti orðið besta mæting á bikarúrslitaleik í langan tíma. Það er gert vel hjá báðum félögum og það verður húllumhæ fyrir leikinn. Við munum fá góðan stuðning og þetta verður algjör veisla á laugardagskvöldi."

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Mun Liverpool verja Englandsmeistaratitil sinn á komandi leiktíð?
Athugasemdir
banner