Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Branislav Ivanovic að ganga í raðir West Brom
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að West Bromwich Albion muni ganga frá félagaskiptum Branislav Ivanovic í dag eða snemma í vikunni.

Ivanovic er 36 ára varnarmaður frá Serbíu sem gerði garðinn frægan með Chelsea undir stjórn Jose Mourinho. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu þar sem hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn þrisvar.

Ivanovic á 105 leiki að baki fyrir Serbíu og varði síðustu árum hjá Zenit frá Pétursborg, besta liði rússnesku deildarinnar. Þar spilaði hann 125 leiki á þremur og hálfu ári þrátt fyrir aldurinn.

Slaven Bilic er mjög spenntur fyrir Ivanovic og býst við að skiptin verði staðfest á næstunni.

Ivanovic er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann verður 37 ára í febrúar.

Ljóst er að Ivanovic missir af fyrstu umferð nýs úrvalsdeildartímabils en West Brom tekur á móti Leicester í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner