Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 13. september 2020 17:00
Kristófer Jónsson
Guðjón Baldvins: Kannski heppnir að vinna
Guðjón kom sterkur inn í dag.
Guðjón kom sterkur inn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, reyndist hetja Garðbæinga í 2-1 sigri gegn KR í dag.

„Þetta var mögnuð endurkoma. Heilt yfir vorum við kannski heppnir að vinna þar sem að við hefðum vel getað lent tvö, þrjú, núll undir." sagði Guðjón eftir leikinn

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

KR-ingar voru heilt yfir hættulegri í þessum leik og komust 1-0 yfir um miðjan seinni hálfleik, en á síðustu fimm mínútum leiksins skoruðu Stjörnumenn tvö mörk.

„Við vorum að gefa hann svolítið mikið frá okkur, en það skiptir kannski ekki máli þegar að þú vinnur. Manni leið ekkert alltof vel á kafla en það sýnir styrkleika þegar að þú vinnur þegar að þú spilar ekki vel."

Stjörnumenn lyftu sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum í dag og framundan eru leikir gegn Val og Breiðablik sem að sitja í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.

„Þetta eru allt úrslitaleikir sem að eru framundan. Við þurfum að gera betur en í dag og þá getum við sett smá pressu að vera í þessari toppbaráttu." sagði Guðjón að lokum.

Nánar er rætt við Guðjón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner