Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   sun 13. september 2020 17:00
Kristófer Jónsson
Guðjón Baldvins: Kannski heppnir að vinna
Guðjón kom sterkur inn í dag.
Guðjón kom sterkur inn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, reyndist hetja Garðbæinga í 2-1 sigri gegn KR í dag.

„Þetta var mögnuð endurkoma. Heilt yfir vorum við kannski heppnir að vinna þar sem að við hefðum vel getað lent tvö, þrjú, núll undir." sagði Guðjón eftir leikinn

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

KR-ingar voru heilt yfir hættulegri í þessum leik og komust 1-0 yfir um miðjan seinni hálfleik, en á síðustu fimm mínútum leiksins skoruðu Stjörnumenn tvö mörk.

„Við vorum að gefa hann svolítið mikið frá okkur, en það skiptir kannski ekki máli þegar að þú vinnur. Manni leið ekkert alltof vel á kafla en það sýnir styrkleika þegar að þú vinnur þegar að þú spilar ekki vel."

Stjörnumenn lyftu sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum í dag og framundan eru leikir gegn Val og Breiðablik sem að sitja í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.

„Þetta eru allt úrslitaleikir sem að eru framundan. Við þurfum að gera betur en í dag og þá getum við sett smá pressu að vera í þessari toppbaráttu." sagði Guðjón að lokum.

Nánar er rætt við Guðjón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner