Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. september 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Holding fer ekki fet - Lacazette vill vinna titla
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski miðvörðurinn Rob Holding verður ekki lánaður til Newcastle United eins og stóð til að gera í byrjun mánaðar.

Arsenal er í miklum miðvarðavandræðum þar sem Shkodran Mustafi, Pablo Mari, Sokratis, David Luiz og Calum Chambers eru allir frá vegna meiðsla.

Lærisveinar Mikel Arteta héldu samt hreinu gegn Fulham í fyrstu umferð nýs úrvalsdeildartímabils í gær og átti Holding góðan leik við hlið Gabriel Magalhaes og Kieran Tierney í hjarta varnarinnar.

Arteta sagði eftir leikinn að Holding yrði ekki lánaður út. „Ég sagði við Holding: 'Skiptu um skoðun því þú ferð ekki fet'," sagði Arteta í viðtali að leikslokum.

Alexandre Lacazette skoraði eitt af þremur mörkum Arsenal í leiknum en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarna mánuði.

Hann hefur verið sagður ósáttur með spiltíma sinn hjá félaginu en neitaði þeim sögusögnum að leikslokum.

„Ég er mjög ánægður hérna. Það eru bara fjölmiðlar sem segja að ég sé ekki ánægður. Ég vil spila og vinna titla og þess vegna líður mér vel hjá Arsenal."

Holding er miðvörður sem á 25 ára afmæli eftir viku. Hann hefur spilað 80 leiki á fimm árum hjá Arsenal.

Franski framherjinn Lacazette er 29 ára og hefur skorað 49 mörk í 128 leikjum á þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner