Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham keypti miðvörð af PSG - Aina til Fulham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest sem leikur í Championship deildinni var að festa kaup á Loic Mbe Soh, miðverði Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain.

Soh er aðeins 19 ára gamall og hefur þrisvar sinnum komið við sögu með aðalliði PSG en er mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Frakklands. Hann hefur spilað 34 leiki fyrir yngri landsliðin, þar á meðal sex leiki fyrir U19 og tíu fyrir U18.

Nottingham greiðir fimm milljónir evra fyrir miðvörðinn.

Ola Aina er þá búinn að skrifa undir eins árs lánssamning við Fulham, sem borgar 2,5 milljónir evra fyrir leiktíðina.

Aina er hægri bakvörður sem getur einnig leikið vinstra megin og á báðum köntum. Hann er uppalinn hjá Chelsea og spilaði 35 leiki fyrir yngri landslið Englands áður en hann kaus að spila fyrir A-landslið Nígeríu.

Aina gerði frábæra hluti hjá Torino í ítalska boltanum og ákvað félagið að festa kaup á honum í fyrra, fyrir rúmlega 10 milljónir evra.

Aina er 23 ára gamall og spilaði 62 deildarleiki á tveimur árum hjá Torino. Þar áður var hann lykilmaður að láni hjá Fulham í Championship deildinni.

Hann á 17 leiki að baki fyrir nígeríska landsliðið.

Að lokum var Manchester City að lána miðjumanninn Luka Ilic í ítölsku Serie A deildina. Ilic er fjölhæfur og getur leikið á báðum köntum þrátt fyrir að vera miðjumaður að upplagi.

Ilic mun leika fyrir Verona út tímabilið en þessi ungi Serbi gerði góða hluti með NAC Breda í hollensku B-deildinni á síðustu leiktíð.

Verona átti gott tímabil og endaði í níunda sæti ítölsku deildarinnar.

Ilic er 21 árs gamall og hefur aldrei spilað fyrir aðallið Man City. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner